Kjörstillingar fyrir birtingu HTML  
 

Kjörstillingar á birtingu HTML gera þér kleift að breyta því hvernig OmniWeb birtir HTML-skjöl.

Undirstrika tengla - Venjan er að strika undir tengla sem hægt er að smella á en því má breyta hér.

Byrja að teikna vefsíður áður en þeim hefur fullkomlega verið hlaðið inn - Gerir það að verkum að vefsíður eru birtar jafnóðum og verið er að sækja þær og aðra innfelda miðla. Sennilega er best að hafa þennan kost valinn, nema þú sért með þeim mun hraðari tengingu við Netið.

Alltaf hægt að breyta stærð ramma - Ef þessi kostur er valinn munu birtast jaðrar á síðum sem nota ramma er gera þér kleift að breyta stærð rammanna. Þetta gæti komið að notum ef þú rekst á vefsíðu sem á eru rammar sem ekki er hægt að breyta stærðinni á og stærðirnar eru rangar. Hins vegar gætu síður, sem ekki eiga að vera með slíkum jöðrum, litið svolítið undarlega út ef þessi kostur er valinn.

Ef engin textavörpun er tilgreind, á að nota - Á flestum vefsíðum eru fyrirmæli sem nefnist „charset“. Þessi skipun segir OmniWeb hvaða textavörpun eigi að nota til að birta textann. Þessi kostur gerir þér kleift að velja hvaða textavörpun eigi að nota ef síðan tilgreinir enga vörpun. Sjálfgefið er stillt á „Western (Windows Latin 1)“.
Einnig er hægt að breyta textavörpuninni handvirkt fyrir hvern vefglugga með því að bæta textavörpunarvalblaðinu á tækjareinina.

Senda eyðublöð með textavörpuninni - Þegar eyðublað sem inniheldur texta er sent aftur til vefþjónsins verður að senda textann með einhverri tiltekinni textavörpun. Að öllu jöfnu býst vefþjónninn við því að sama textavörpun og vefsiðan tilgreinir sé notuð, en þessu er hægt að breyta til að láta OmniWeb nota einhverja aðra vörpun.

Tengt efni
Unnið með textavörpun
Tækjarein vefgluggans sérsniðin
Kjörstillingaglugginn notaður

Efnisyfirlit: OmniWeb sérsniðinn
Aðalefnisyfirlit