Upplýsingagluggi bókamerkja  
 

Upplýsingaglugginn birtist þegar Sýna upplýsingar er valið af valblaðinu Tól, og sýnir mismundandi upplýsingar og kosti þeirrar gerðar hluts sem valinn er. Ef bókamerki er valið í bókamerkjaglugga/-skúffu, sýnir upplýsingaglugginn upplýsingar um bókamerkið.

Efst í upplýsingaglugganum sést veffangstákn og titill sem hægt er að draga á bókamerkjalistann eða í vefglugga. Í upplýsingaglugga bókamerkja eru eftirfarandi atriði:

Merki - Heiti bókamerkisins eins og það birtist á bókamerkjalistum.

Veffang - Veffangið sem OmniWeb mun opna þegar bókamerkinu er fylgt eftir.

Athugasemdir - Ef þú hyggst skrá einhverjar aðrar upplýsingar um bókamerkið skaltu gera það hér.

Sjálfvirk athugun á breytingu:

  • Athuga á ... fresti - OmniWeb mun sjálfkrafa tengjast því vefsetri sem þetta bókamerki bendir á, á því tímabili sem gefið er upp. Ef sjálfgefið er valið munu stillingar fyrir breytingarathugun úr bókamerkjauppsetningunum verða notaðar á þetta bókamerki.
  • Athuga núna - Smelltu á þennan hnapp til að athuga handvirkt hvort bókamerkið hafi breyst.
  • Það náðist ekki í síðu og Síðan hefur breyst - Þessir reitir eru uppfærðir þegar OmniWeb framkvæmir breytingarathugunina, en þú getur smellt á þá til að merkja (eða „afmerkja“) bókamerkið.

Opna í - Gerir þér kleift að velja hvort bókamerkið muni opnast í vefglugga eða bókamerkjaglugga þegar á það er smellt á bókamerkjalistanum. Þannig er hægt að nota bókamerkið til að benda á aðrar bókamerkjaskrár. Ef bókamerki er stillt þannig að það opnist í bókamerkjaglugga verður það merkt með tákninu í stað táknsins.

Tengt efni
Sjálvirk athugun á breytingu
Kjörstillingar bókamerkja

Efnisyfirlit: Bókamerki
Efnisyfirlit: Uppsláttarrit
Aðalefnisyfirlit