Kjörstillingar fyrir bókamerki | ||
Í bókamerkjauppsetningunum eru ýmsir kostir sem gera notandanum kleift að sérsníða meðhöndlun forritsins á bókamerkjum.
Persónuleg bókamerkamerkjasíða - Þetta er sérstök bókamerkjaskrá sem hlaðin er inn þegar forritið er ræst. Hægt er að tilgreina staðsetningu þessarar skráar í textareitnum. Hægt er að slá inn staðsetningu staðarskrár (með vistfangsforskeytinu „file:“) eða fjarlægrar skrár (með vistfangsforskeyti á.b.v. „http:“ eða „ftp:“); hið síðarnefnda gerir þér kleift að geyma bókamerkin á vefþjóni og þannig haft greiðan aðgang að þeim hvaðan sem er.
Sýna persónuleg bókamerki - Gerir þér kleift að stjórna því hvar bókamerkjaskráin er birt:
Þegar valblöð eða aðskildir gluggar eru notaðir - Sjálfgefið opnast bókamerki sem opnað er af valblaðinu Bókamerki, eða ef tvísmellt er á það í bókamerkjaglugga, í þeim vefglugga sem er fremstur. Þessari stillingu er hægt að breyta á þann hátt að nýr gluggi sé opnaður fyrir hvert bókamerki sem er opnað. (Einnig er hægt að tvísmella á bókamerki og halda um leið niðri skipananappi [⌘] til að opna nýjan glugga.) Athuga bókamerki á ... fresti - OmniWeb getur sjalfkrafa fylgst með vefsíðum sem hafa verið bókamerkt og tilkynnt þér um breytingarnar. Hér er hægt að tilgreina sjálfgefið tímabil á milli breytingaathugana. (Einnig er hægt að breyta tímabilinu sérstaklega fyrir hvert bókamerki með því að nota Upplýsingagluggann.) Þegar bókamerktu veffangi er beint annað - Ef OmniWeb tekur eftir því að vefsíða hefur fengið nýtt vistfang við athugun á bókamerkjunum, uppfærir forritið bókamerkin sjálfkrafa, lætur þau eiga sig eða spyr þig hvað eigi að gera við það, eftir því hvaða kostur er valinn hér. Ný bókamerki á að skrá - Þessi stilling stjórnar því hvar nýtt bókamerki er sett þegar skipunin Bæta við bókamerki er valin (af valblaðinu Bókamerki, flýtivalblaðinu eða af áhaldarein vefgluggans.) |