Kjörstillingar fyrir samhæfni  
 

Þarftu að þykjast vera að nota annan vafra? Hægt er að nota samhæfnisspjaldið til að látast vera annar/önnur en þú raunverulega ert. Nú, eða látið það vera og sýnt heiminum að þú sért stoltur OmniWeb-notandi.

Sum vefsetur athuga sérstaklega hvert heiti vefskoðarans, sem verið er að nota, er, þegar setur þeirra eru heimsótt í fyrsta skipti. Ef heiti hans er ekki í hópi þeirra heita sem aðstandendur setursins hafa fallist á, mun þér verða meinaður aðgangur.

Það sem þeir eru að reyna að gera, er að fullvissa sig um að síðan birtist þér eins og þeir vilja að hún geri. Hægt er að hanna síðu þannig að hún spyrji vafrann um tiltekna möguleika sem krafist er og taka síðan ákvörðun út frá því, en margir hönnuðir stytta sér leið á þann veg að finna aðeins hverjir stóru vafranna birti síðuna eins og þeir vilja og láta síðuna síðan eingöngu veita þeim aðgang. Ekki eins sveigjanlegt, en virkar oftar en það virkar ekki og fyrir suma nægir það.

Samhæfnisspjaldið gerir þér fært að velja hvort tveggja hvaða upplýsingar eigi að veita HTTP-þjónum um það hvaða forrit þú ert að nota, og hverju þú vilt svara þegar JavaScript-forritlingur spyr, því stundum er þjóninn ekki vandamálið. Í báðum tilvikum er hægt að velja af sprettivalblaði stillingar sem við höfum fært inn, eða þú getur slegið inn eitthvað annað sjálf/ur með því að velja „Annað...“

Vinsamleg ábending: Ef tiltekið vefsetur biður um annan vafra en þann sem þú hefur stillt á, og þú breytir stillingunum á samhæfnisspjaldinu, gætir þú þurft að fara alveg út af setrinu og byrja aftur til að „vafrabreytingin“ öðlist gildi.

Tengt efni
Kjörstillingaglugginn notaður

Efnisyfirlit: OmniWeb sérsniðinn
Aðalefnisyfirlit