Upplýsingagluggi bókamerkja | ||||||
Upplýsingaglugginn birtist þegar Sýna upplýsingar er valið af valblaðinu Tól, og sýnir mismundandi upplýsingar og kosti þeirrar gerðar hluts sem valinn er. Ef bókamerki er valið í bókamerkjaglugga/-skúffu, sýnir upplýsingaglugginn upplýsingar um bókamerkið. Efst í upplýsingaglugganum sést veffangstákn og titill sem hægt er að draga á bókamerkjalistann eða í vefglugga. Í upplýsingaglugga bókamerkja eru eftirfarandi atriði: Merki - Heiti bókamerkisins eins og það birtist á bókamerkjalistum. Veffang - Veffangið sem OmniWeb mun opna þegar bókamerkinu er fylgt eftir. Athugasemdir - Ef þú hyggst skrá einhverjar aðrar upplýsingar um bókamerkið skaltu gera það hér. Sjálfvirk athugun á breytingu:
Opna í - Gerir þér kleift að velja hvort bókamerkið muni opnast í vefglugga eða bókamerkjaglugga þegar á það er smellt á bókamerkjalistanum. Þannig er hægt að nota bókamerkið til að benda á aðrar bókamerkjaskrár. Ef bókamerki er stillt þannig að það opnist í bókamerkjaglugga verður það merkt með
|