Upplýsingagluggi skjals  
 

Upplýsingaglugginn birtist þegar Sýna upplýsingar er valið af valblaðinu Tól og þær upplýsingar og kostir sem hann sýnir breytast eftir því hvaða hlutur er valinn. Ef fremsti glugginn er vefgluggi eða frumkóðagluggi sýnir upplýsingaglugginn upplýsingar um skjalið.

Efst í upplýsingaglugganum birtist alltaf veffangstákn og -titill sem hægt er að draga á bókamerkjalista eða vefglugga. Í upplýsingaglugga skjals er einnig að finna yfirlitslista sem á eru færslur skjalsins auk annarra innfelldra miðla, mynda og annarra tilfanga sem í því eru. Ef hlutur á yfirlitslistanum er valinn, birtast nánari upplýsingar um hann í eftirfarandi reitum:

Veffang - Veffang valda atriðisins. Við hliðina á veffanginu er tákn veffangsins sem hægt er að draga til.

Tegund - Á þessu svæði birtast upplýsingar um tegund valda atriðisins og/eða upplýsingar um stöðu þess.

Stærð - Gagnastærð valda atriðisins og stærð þess í punktum ef við á.

Breytt - Dag- og tímasetning þess þegar atriðið var síðast uppfært á þjóninum eða diskinum.

Rennur út - Dag- og tímasetning þess þegar atriðið úreldist úr skyndiminni forritsins, en þá þarf að sækja það aftur af þjóninum eða diskinum næst þegar það er birt.

Sækja aftur - Smelltu á þennan hnapp til að sækja atriðið aftur (og öll önnur atriði innan þess) af þjóninum eða diskinum.

Frumkóði - Smelltu á þennan hnapp til að birta valda atriðið aftur í frumkóðaritli.

Vista sem... - Smelltu á þennan hnapp til að opna vistunaspjald þannig að hægt sé að vista atriðið á diski.

Sýna - Smelltu á þennan hnapp til að sýna atriðið í nýjum vefglugga.

Í neðra-vinstra horni gluggans er ferhyrndur reitur sem í birtist sýnishorn af valda atriðinu ef það er mynd.

Tengt efni
Efnisyfirlit: Vafrað um vefinn
Efnisyfirlit: Uppsláttarrit
Aðalefnisyfirlit