Kjörstillingar fyrir sjálfvirka útfyllingu eyðublaða  
 

Þegar innkaup eru gerð á vefnum gæti þér fundist þú í sífellu vera að skrifa heimilisfangið þitt, símanúmerið og aðrar persónuupplýsingar. OmniWeb getur munað þessar upplýsingar og skrifað þær inn fyrir þig þegar þess þarf, ef þú vilt. Útfyllingarkjörstillingarnar gera þér kleift að færa inn þessar upplýsingar til síðari nota.

Útfyllingarfærsla samanstendur af heiti eyðublaðsatriðis og gildinu sem það tekur. Þegar Fylla út eyðublað er valið af valblaðinu Vafri (eða ef smellt er á hnappinn Útfylling á áhaldarein vefgluggans) eru eyðublaðsatriðin á síðunni fyrir framan þig fyllt út ef samsvarandi heiti finnast á þeim og heitum þeirra reita sem skráð eru í útfyllingaruppsetningunum.

Auðveldasta leiðin til að stilla inn útfyllingarfærslur er að velja Vista eyðublað til útfyllingar af valblaðinu Vafri (eða smella á útfyllingarhnappinn á áhaldareininni á meðan valhnappi er haldið niðri) þegar þú hefur lokið við að fylla út eyðublað sem þú vilt geta endurnýtt upplýsingarnar úr.

Einnig er hægt að stilla útfyllingarfærslurnar handvirkt. Nokkur almenn eyðublaðsatriði eru þegar skráð. Til að nota þau þarf aðeins að tvísmella á gildiseyðuna við hliðina á hverju atriði og slá inn viðeigandi gildi (upplýsingar.) Einnig er hægt að bæta við atriðum á listann (og fjarlægja önnur) með því að smella á + og - hnappana fyrir neðan töfluna.


Tengt efni
Áhaldarein vafrans sérsniðin
Kjörstillingaglugginn notaður

Efnisyfirlit: OmniWeb sérsniðinn
Aðalefnisyfirlit